Leiknir lék Víking grátt

Hilmar Árni Halldórsson skoraði tvö mörk fyrir Leikni.
Hilmar Árni Halldórsson skoraði tvö mörk fyrir Leikni. mbl.is/Eva Björk

Leiknir úr Reykjavík, nýliðarnir í úrvalsdeild karla í knattspyrnu í sumar, lék Víkinga úr Reykjavík grátt í Lengjubikarnum í kvöld en Breiðhyltingar unnu leik liðanna í Egilshöllinni á sannfærandi hátt, 3:0.

Ólafur Hrannar Kristjánsson kom Leikni yfir snemma leiks með skallamarki og staðan var 1:0 í hálfleik. Hilmar Árni Halldórsson bætti við tveimur mörkum í seinni hálfleik en það seinna gerði hann úr vítaspyrnu eftir að brotið var á Kolbeini Kárasyni. 

Þetta var fyrsti leikurinn í þriðju umferð 2. riðils og Leiknir er með fullt hús, 9 stig, en Víkingur er með 6 stig, eins og Fjölnir. Síðan koma KA með 3 stig Grótta og Selfoss með 1 stig en KR og Fram eru bæði án stiga.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert