Gerðum það sem lagt var upp með

„Þetta var fínn leikur hjá okkur. Við náðum að gera það sem lagt var upp með, að loka á þeirra skyndisóknir sem eru þeirra sterkasta hlið,“ sagði Anna Björk Kristjánsdóttir, miðvörður íslenska landsliðsins, eftir 2:0-tapið gegn Sviss í Algarve-bikarnum í dag.

Margir af reyndustu leikmönnum íslenska hópsins voru utan byrjunarliðsins í dag og óreyndari leikmenn fengu dýrmæta reynslu.

„Ég held að Glódís [Perla Viggósdóttir] hafi verið leikjahæsti leikmaðurinn af öftustu sjö hjá okkur. Það er fínt fyrir okkur að fá svona leiki til að púsla okkur saman, en við þekkjum hver aðra mjög vel,“ sagði Anna Björk við KSÍ.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert