Skagamenn komnir í 8 liða úrslit

Garðr Gunnlaugsson kom Skagamönnum á bragðið.
Garðr Gunnlaugsson kom Skagamönnum á bragðið. Ljósmynd/Þórir Tryggvason.

Skagamenn urðu í dag fyrsta liðið til að komast í átta liða úrslit Lengjubikars karla í knattspyrnu með 2:1 sigri á Keflavík í Akraneshöllinni í morgun. Garðar Gunnlaugsson og Arsenij Buinickij skoruðu mörk Skagamanna í leiknum.

Leonard Sigurðsson skoraði fyrir Keflvíkinga en mörkin þrjú komu öll á fyrstu tólf mínútum leiksins.

Skagamenn hafa því 15 stig í riðli 3 og eru sjö stigum á undan næsta liði sem er Valur en Hlíðarendamenn eiga þó tvo leiki til góða.

Keflvíkingar hafa sjö stig eftir sex leiki og eru í 3. sæti.

Frá leiknum í morgun.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert