Enn töfrar í fótum Eiðs (myndskeið)

Lars Lagerbäck, annar landsliðsþjálfara Íslands í knattspyrnu, sagði á fréttamannafundi í Astana fyrir æfingu í morgun að það væri mjög ánægjulegt að fá Eið Smára Guðjohnsen aftur í landsliðshópinn fyrir leikinn gegn Kasakstan á morgun.

„Eiður er búinn að vera góður á æfingunum og við hefðum ekki valið hann ef hann hefði ekki spilað vel með Bolton. Það eru enn töfrar í fótum Eiðs, ef svo má að orði komast. Hann er enn snillingur með boltann, og reynsla hans og persónuleiki gera að verkum að það er virkilega gott að hafa hann í hópnum.

Það gefur okkur Heimi fleiri valkosti til að stilla upp liðinu og fá í það jafnvægi því hæfileikar hans og leikstíll eru dálítið öðruvísi en hjá hinum strákunum. Það er 100 prósent jákvætt að hafa fengið Eið í hópinn,“ sagði Lars Lagerbäck.

Þessi ummæli Lars má sjá og heyra í meðfylgjandi myndskeiði.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert