Rúnar Már og Ólafur Ingi í landsliðshópinn

Rúnar Már Sigurjónsson
Rúnar Már Sigurjónsson mbl.is/Ómar Óskarsson

Rúnar Már Sigurjónsson leikmaður sænska liðsins Sundsvall og Ólafur Ingi leikmaður Zulte Waregem hafa verið kallaðir inn í íslenska landsliðshópinn í knattspyrnu fyrir vináttuleikinn gegn Eistum á þriðjudaginn.

Rúnar Már hefur spilað 3 leiki með A-landsliðinu og skoraði í þeim eitt mark en Ólafur Ingi hefur spilað 24 leiki og skoraði eitt mark.

Eins og áður hefur komið fram á mbl.is hafa fyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson og Eiður Smári Guðjohnsen dregið sig út úr landsliðshópnum en Aron er nýorðinn faðir og fór auk þess veik­ur af velli eft­ir rúm­ar 70 mín­út­ur í Ast­ana í gær. Eiður Smári Guðjohnsen er líka á heim­leið en hann og eig­in­kona hans eiga von á barni á hverri stundu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert