Ísland mætir Eistlandi í fimmta sinn

Kolbeinn Sigþórsson skoraði sigurmarkið gegn Eistlandi í fyrra.
Kolbeinn Sigþórsson skoraði sigurmarkið gegn Eistlandi í fyrra. mbl.is/Golli

Ísland og Eistland mætast í fimmta sinn á knattspyrnuvellinum en þjóðirnar eigast við í vináttulandsleik í Tallinn í dag.

Í leikjunum fjórum til þessa hafa Íslendingar fagnað sigri í þremur leikjum, 1994, 1996 og í fyrra, en eini sigurleikur Eista leit dagsins ljós árið 2002.

Kolbeinn Sigþórsson skoraði eina markið þegar Eistar komu í heimsókn á Laugardalsvöllinn í júní á síðasta ári.

Eiður kom inná fyrir föður sinn

Árið 1996 áttust Íslendingar og Eistar við í sögulegum leik í Tallinn þar sem Íslendingar unnu 3:0-sigur. Bjarki Bergmann Gunnlaugsson skoraði öll mörk íslenska liðsins. Eiður Smári Guðjohnsen kom inná í leiknum í sínum fyrsta A-landsleik og skipti þá við föður sinn, Arnór Guðjohnsen.

Þá skoraði Þorvaldur Örlygsson þrennu þegar Ísland sigraði Eistland, 4:0, í vináttulandsleik á Akureyrarvelli sumarið 1994.

Eistar eru í 87. sæti á nýjasta styrkleikalista Alþjóðaknattspyrnusambandsins en Íslendingar eru í 35. sætinu. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert