Stjarnan og Blikar með sigra

Harpa Þorsteinsdóttir framherji Stjörnunnar í baráttu við Heiðu Ragney Viðarsdóttur …
Harpa Þorsteinsdóttir framherji Stjörnunnar í baráttu við Heiðu Ragney Viðarsdóttur hjá Þór/KA í leiknum í dag. Ljósmynd/Þórir Tryggvason

Stjarnan vann Þór/KA 1:0 í Boganum á Akureyri í síðasta leik liðanna í riðlakeppni Lengjubikarsins kvenna í knattspyrnu. Bæð þessi lið eru á leið í undanúrslit Lengjubikarsins.

Ana Cate, landsliðskona Nígaragúa, sem kom til Stjörnunnar frá FH í vetur, skoraði sigurmarkið um miðjan fyrri hálfleik.

Þá vann Breiðablik öruggan sigur á Fylki, 3:0 í Fífunni. Fanndís Friðriksdóttir kom Blikum yfir í fyrri hálfleik á 25. mínútu og Aldís Kara Lúðvíksdóttir og Rakel Hönnudóttir bættu tveimur mörkum við á fjögurra mínútna kafla í síðari hálfleik.

Breiðablik hafði þegar unnið riðilinn örugglega og hefur 15 stig í toppsætinu. Stjarnan hefur 9 stig í 2. sætinu og Selfoss 6 í 3. sætinu. Þór/KA hefur sex stig í 4. sætinu. Fylkir hefur þrjú stig í 5. sætinu.

ÍBV hefur sömuleiðis þrjú stig í 6. sætinu en á leik til góða gegn Selfossi.

Liðið þarf þó að vinna Selfoss með sjö mörkum til þess að komast upp fyrir liðið en ÍBV hefur nú þrjú stig í botnsæti A-deildar kvenna og -12 í markatölu.

Liðin í 1. og 4. sæti mætast í undanúrslitum og liðin í 2. og 3. sæti.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert