Ekki skorað þó spilað yrði til miðnættis

Þetta var ekki góð byrjun, heldur frekar slæm byrjun,“ sagði Ólafur Jóhannesson, þjálfari Valsmanna, í samtali við mbl.is eftir 3:0 tap lærisveina sinna fyrir nýliðum Leiknis í fyrstu umferð Pepsi-deildarinnar á Hlíðarenda í kvöld.

Leiknir var að spila sinn fyrsta leik í efstu deild og því lá við að spyrja hvort Valsmenn hafi vanmetið andstæðinginn.

„Ég held það hafi ekki verið vanmat. Við byrjuðum leikinn mjög illa, mættum ekki tilbúnir og eftir það var þetta erfitt. Við fengum nánast engin færi í þessu. Þó við hefðum spilað til miðnættis hefðum við ekki sett mark,“ sagði Ólafur, og segir margt þurfa að laga fyrir næsta leik.

„Við verðum að mæta betur undirbúnir undir næsta leik. Við gerum það,“ sagði Ólafur Jóhannesson, en nánar er rætt við hann í meðfylgjandi myndskeiði.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert