Fögnuður Leiknismanna (myndskeið)

Eins og gefur að skilja var stemningin mikil hjá leikmönnum sem og stuðningsmönnum Leiknis eftir eldskírn liðsins í efstu deild í kvöld þar sem liðið vann öruggan sigur á Valsmönnum á Hlíðarenda, 3:0.

Í flestum ef ekki öllum spám fyrir mótið búast menn ekki við miklu af Breiðhyltingum, sem sýndu þó sannarlega hvað í þeim býr í kvöld.

Stuðningsmenn liðsins létu vel í sér heyra allan leikinn með söngvum og hrópum og hápunkturinn var að sjálfsögðu í leikslok eins og sjá má á meðfylgjandi myndskeiði sem blaðamaður mbl.is tók rétt eftir lokaflautið.

Sjá: Draumabyrjun Leiknis í efstu deild

Sjá: Eru spár ekki bara til að troða sokkum?

Stuðningsmenn Leiknis voru áberandi á Hlíðarenda í kvöld eins og …
Stuðningsmenn Leiknis voru áberandi á Hlíðarenda í kvöld eins og sjá má. Árni Sæberg
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert