Íslenski boltinn í beinni - 1. umferð

Stjörnumenn fagna fyrsta marki Íslandsmótsins 2015 sem Ólafur Karl Finsen …
Stjörnumenn fagna fyrsta marki Íslandsmótsins 2015 sem Ólafur Karl Finsen skoraði gegn ÍA á Akranesi í dag. mbl.is/Eva Björk

Fyrstu fjórir leikirnir í Pepsi-deild karla í knattspyrnu fóru fram í dag og kvöld, tveir klukkan 17.00 og tveir klukkan 19.15. Fylgst var með gangi mála í þeim hér á mbl.is í beinum textalýsingum, og í beinu lýsingunni  ÍSLENSKI BOLTINN Í BEINNI.

Allir fjórir leikir dagsins fóru fram á grasi, sem er stór breyting frá því í fyrstu umferðinni fyrir ári síðan en þá voru þrír leikjanna leiknir á gervigrasi.

Leikir dagsins voru eftirtaldir:

ÍA - Stjarnan 0:1 (Ólafur Karl Finsen 23.)
Fjölnir - ÍBV 1:0 (Þórir Guðjónsson 49.)
Keflavík - Víkingur R. 1:3 (Hörður Sveinsson 49. -- Davíð Örn Atlason 20., Igor Taskovic 32., Ívar Örn Jónsson 84.
Valur - Leiknir R. 0:3 (Kolbeinn Kárason 8., Sindri Björnsson 13., Hilmar Árni Halldórsson 71.)

KR og FH mætast annað kvöld í Vesturbænum og umferðinni lýkur á fimmtudagskvöldið þegar Fylkir tekur á móti Breiðabliki í Árbænum. Þeim leik var frestað um fjóra daga vegna vallarskilyrða á Fylkisvelli en hann átti að fara fram í kvöld.

Fylgst var með öllu sem gerðist í kringum þessa fyrstu fjóra leiki í beinu lýsingunni sem þið smellið á hér: ÍSLENSKI BOLTINN Í BEINNI.

Að vanda var hægt að fylgjast með hverjum leik fyrir sig í beinni textalýsingu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert