Víkingar með þrjú stig úr Keflavík

Háloftabarátta á Nettóvellinum í kvöld.
Háloftabarátta á Nettóvellinum í kvöld. Ljósmynd/Víkurfréttir

Í Keflavík mættu heimamenn Víkingum í 1. umferð Pepsi-deildar karla í knattspyrnu. Víkingar fóru með sigur af hólmi, 3:1.

Bæði lið eru nokkuð breytt frá síðasta tímabili og eftirvænting ríkti hjá stuðningsmönnum beggja liða. Keflvíkingar hófu leikinn af krafti en gegn gangi leiksins, þannig séð, þá skoraði Davíð Örn Atlason fyrsta mark leiksins á 20. mínútu.

Tólf mínútur liðu þangað til að Víkingar bættu við marki og þar var að verki fyrirliði liðsins Igor Taskovic með skalla af stuttu færi og Víkingar leiddu í leikhléi með tveimur mörkum. 

Keflvíkingar hófu seinni hálfleik af krafti og tók þá ekki nema 5 mínútur að minnka muninn og þar var Hörður Sveinsson á ferð. Lítið markvert gerðist svo í leiknum þangað til á 86. mínútu þegar Ívar Örn Jónsson setti stórglæsilegt mark úr aukaspyrnu af 40 metra færi. Þetta bil náðu Keflvíkingar ekki að brúa og verðskuldaður sigur gestanna varð því raunin þetta kvöldið á Nettóvellinum. 

Fylgst var með öllu sem gerðist í öllum leikjum dagsins í ÍSLENSKA BOLTANUM Í BEINNI þar sem einnig birtist ýmis konar fróðleikur og athugasemdir tengdar leikjunum.

Pape Mamadoue Faye með boltann í Keflavík í kvöld.
Pape Mamadoue Faye með boltann í Keflavík í kvöld. mbl.is
Keflavík 1:3 Víkingur R. opna loka
90. mín. Frans Elvarsson (Keflavík) fær gult spjald Brot
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert