Níu útlendingar byrja inná í Vesturbænum

Jacob Schoop frá Danmörku er í liði KR.
Jacob Schoop frá Danmörku er í liði KR. mbl.is/Eva Björk Ægisdóttir

Hvorki fleiri né færri en níu erlendir leikmenn eru í byrjunarliðum KR og FH í stórleik liðanna í fyrstu umferð Pepsi-deildar karla sem hefst á KR-vellinum klukkan 19.15.

Hjá KR eru það Danirnir Sören Frederiksen, Jacob Schoop og Rasmus Christiansen, Englendingurinn Gary Martin og Úrúgvæinn Gonzalo Balbi. Eins og sjá má neðar í fréttinni er þetta í fyrsta sinn sem þrír erlendir leikmenn frá sama landi eru í liði KR.

Hjá FH eru það Belgarnir Jérémy Sewry og Jonathan Hendrickx, Englendingurinn Sam Hewson og Skotinn Steven Lennon. Á bekknum er síðan Englendingurinn Samuel Tillen þannig að þeir gætu orðið tíu sem taka þátt í leiknum.

Bein textalýsing frá KR og FH.

KR: Stefán Logi Magnússon (M), Grétar S. Sigurðarson, Rasmus Christiansen, Gonzalo Balbi, Skúli Jón Friðgeirsson, Gary Martin, Jónas Guðni Sævarsson, Pálmi Rafn Pálmason, Sören Frederiksen, Jacob Schoop, Óskar Örn Hauksson.
Varamenn: Sindri Snær Jensson (M), Þorsteinn Már Ragnarsson, Almarr Ormarsson, Kristinn J. Magnússon, Aron Bjarki Jósepsson, Atli Sigurjónsson, Björn Þorláksson.

FH: Róbert Örn Óskarsson (M), Pétur Viðarsson, Sam Hewson, Steven Lennon, Davíð Þór Viðarsson, Atli Guðnason, Guðmann Þórisson, Kristján Flóki Finnbogason, Böðvar Böðvarsson, Jérémy Sewry, Jonathan Hendrickx.
Varamenn: Kristján Finnbogason (M), Samuel Tillen, Bjarni Þór Viðarsson, Jón Ragnar Jónsson, Atli Viðar Björnsson, Brynjar Á. Guðmundsson, Sigurður Gísli Snorrason.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert