Draumabyrjun oft dugað skammt

Ólafur Jóhannesson þjálfaði Skallagrím 1997 þegar liðið sló í gegn …
Ólafur Jóhannesson þjálfaði Skallagrím 1997 þegar liðið sló í gegn í 1. umferð. Nú mátti Ólafur þola svipað tap gegn nýliðum. mbl.is/Árni Sæberg

Leiknismenn sköpuðu sér sannkallaða draumabyrjun í efstu deild íslenskrar knattspyrnu þegar þeir unnu 3:0-sigur á Val í fyrrakvöld. Sigurinn gefur góð fyrirheit fyrir Leikni þó að góður sigur í fyrstu umferð sé engin ávísun á að nýliðar haldi sér uppi, eins og dæmin sanna.

Skallagrímur úr Borgarnesi kom mörgum á óvart með byrjun sinni í deildinni árið 1997. Liðið vann 3:0-sigur líkt og Leiknir, gegn Leiftri frá Ólafsfirði sem þá hafði á mjög öflugu liði að skipa, eftir að Hajrudin Cardaklija, markvörður Leifturs og faðir Denis, núverandi markvarðar Víkings, hafði fengið rauða spjaldið snemma í seinni hálfleik. Það varð hins vegar hlutskipti Skallagríms að falla að hausti, sex stigum frá öruggu sæti og félagið hefur ekki átt afturkvæmt í efstu deild.

Sjá greinina í heild í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert