Fannst við betri i leiknum

Skúli Jón Friðgeirsson hefur gætur á Steven Lennon í leiknum …
Skúli Jón Friðgeirsson hefur gætur á Steven Lennon í leiknum á KR-velli. mbl.is/Golli

Skúli Jón Friðgeirsson, leikmaður KR, var óánægður með tap KR gegn FH í leik liðanna í fyrstu umferð Pepsi deildar karla í knattspyrnu sem fram fór á Alvogen vellinum í kvöld. Lokatölur í leiknum í kvöld urðu 3:1 FH í vil. KR-ingar tóku forystuna í leiknum, en FH svaraði síðan með þremur mörkum. 

„Bæði lið spiluðu háloftabolta í leiknum í kvöld vegna aðstæðna. Þetta var mikil stöðubarátta og af þeim sökum ekki fallegur fótbolti. Hvorugt liðið náði að spila sinn leik í leiknum og því miður datt þetta þeirra megin í kvöld.“ sagði Skúli Jón í viðtali við mbl.is.

„Við spiluðum ágætlega heilt yfir í leiknum og mér fannst við betri fram að markinu sem við skorðum og þar af leiðandi sanngjarnt að nið náðum að komast yfir. Ég var svo mjög rólegur í stöðunni 1:0 af því að mér fannst við vera með öll tök á leiknum. Þeir voru ekki að opna okkur að neinu viti á fram að því og ekki á þeim tímapunkti í leiknum.

„Ég bara hreinlega skil ekki og veit ekki alveg hvernig við náðum að glutra þeirri stöðu sem að við vorum komnir af því að mér fannst það alls ekki í spilunum framan af leik. Þetta er gríðarlega svekkjandi í ljósi þess.“  

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert