Án þess „langbesta“ í 8 vikur

Jonathan Hendrickx, til vinstri, í leik með FH gegn KR …
Jonathan Hendrickx, til vinstri, í leik með FH gegn KR í fyrra. mbl.is/Ómar

„Þetta er slæm tognun á liðbandi í ökkla, ekkert brotið eða slitið, og hann ætti að vera frá keppni í 6-8 vikur. Þetta fór á besta veg fyrir okkur,“ sagði Heimir Guðjónsson, þjálfari FH, um meiðsli belgíska bakvarðarins Jonathans Hendrickx.

Hendrickx fór meiddur af velli á 78. mínútu í 3:1-sigri FH á KR í fyrrakvöld. Óttast var að hann hefði ökklabrotnað en nú standa vonir til að Belginn geti snúið aftur til keppni í júní. „Þetta er samt gríðarlega svekkjandi, bæði fyrir okkur og hann sjálfan. Jonathan er frábær leikmaður og sýndi það í þann tíma sem hann spilaði í leiknum gegn KR. Að mínu mati er hann langbesti hægri bakvörðurinn í deildinni,“ sagði Heimir við Morgunblaðið í gær.

FH-ingar hafa verið afar óheppnir með meiðsli bakvarða undanfarin misseri en Sam Tillen missti til að mynda af öllu síðasta tímabili og Guðjón Árni Antoníusson gat sáralítið spilað.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert