Atli Viðar kom FH af stað með 100. markinu

Jón Vilhelm Ákason í baráttu við Böðvar Böðvarsson í leiknum …
Jón Vilhelm Ákason í baráttu við Böðvar Böðvarsson í leiknum í kvöld. mbl.is/Eva Björk

FH-ingar áttu ekki í vandræðum með að innbyrða þrjú stig gegn nýliðum Skagamanna á heimavelli sínum í Kaplakrika í gær en FH-ingar fögnuðu 4:1 sigri og eru komnir í toppsæti deildarinnar.

Eftir slaka frammistöðu gegn Valsmönnum í síðustu umferð sýndu FH-ingar sínar réttu hliðar og höfðu og tögl og hagldir allan tímann gegn Akurnesingum. FH-ingar tóku leikinn fljótlega í sínar hendur og nýliðarnir áttu aldrei möguleika gegn sterku og öflugu liði FH.

Hver annar en Atli Viðar Björnsson opnaði markareikning FH þegar hann skallaði í netið af stuttu færi. Þar með skoraði Atli sitt 100. mark í efstu deild og öll hefur hann skorað fyrir FH.

Brynjar Ásgeir Guðmundsson bætti við öðru fyrir hálfleik þegar hann skallaði netið eftir hornspyrnu. Skagamenn skoruðu sjálfsmark fljótlega í síðari hálfleik og þar með voru úrslitin endanlega ráðin.

Varamaðurinn Jeremy Serwy bætti fjórða markinu með nánast með sinni fyrstu snertinu og það var síðan annar varamaður Arsenij Buinickij sem lagaði stöðuna fyrir gestina frá Skipaskaga.

FH 4:1 ÍA opna loka
90. mín. Leik lokið +4 Öruggur sigur FH í höfn.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert