Blikar náðu í sinn fyrsta sigur

Úr leik Breiðabliks og Vals í kvöld.
Úr leik Breiðabliks og Vals í kvöld. Styrmir Kári

Breiðablik náði í sinn fyrsta sigur í Pepsi-deild karla í knattspyrnu í kvöld er liðið lagði Val á Kópavogsvelli 1:0. Sigurmarkið kom undir lok leiks.

Það var fátt um fína drætti í fyrri hállfeiknum í kvöld. Bæði lið fengu ágætis færi, en nýttu þau ekki. Besta færi Breiðabliks kom þegar Arnþór Ari Atlason átti fyrirgjöf frá vinstri, en Guðjón Pétur Lýðsson mætti boltanum í teignum og lét vaða en knötturinn fór í jörðina og rétt yfir markið.

Patrick Pedersen fékk þá besta færi Valsmanna, en boltinn datt fyrir hann í teignum áður en hann lét vaða á markið en Guðmundur Friðriksson komst fyrir boltann.

Valsmenn byrjuðu síðari hálfleikinn af krafti, en Orri Sigurður Ómarsson átti skalla sem Gunnleifur Gunnleifsson, markvörður Breiðabliks, varði vel.

Guðjón Pétur átti aukaspyrnu um miðjan síðari hálfleik, en Bjarni Ólafur bjargaði á línu áður en Ellert Hreinsson átti skot sem Ingvar Kale varði. Andri Adolphsson átti þá stuttu síðar dauðafæri hinum megin en skot hans fór yfir markið.

Höskuldur Gunnlaugsson reyndist hetja Blika, en hann skoraði sigurmarkið á 81. mínútu. Kristinn Jónsson átti þá sendingu á Höskuld sem lét vaða á nærhornið utarlega í teignum.  Annað mark hans í sumar.

Fyrsti sigur Blika á tímabilinu staðreynd. Valsmenn hinsvegar komnir með tvö töp í fyrstu fjórum umferðunum. Blikar eru ósigraðir með einn sigur og þrjú jafntefli.

Þá er fylgst með öllum leikjum kvöldsins á einum stað í ÍSLENSKA BOLT­AN­UM Í BEINNI hér á mbl.is.

Breiðablik 1:0 Valur opna loka
90. mín. Guðjón Pétur Lýðsson (Breiðablik) á skot sem er varið Hvernig fór hann að þessu? Guðjón var kominn í gegn, lék á varnarmann og átti bara skotið eftir en lét verja frá sér. Hann hefði getað gert út um leikinn!
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert