„Biðst innilegrar afsökunar“

Pape Mamadou Faye í leik með Víkingi.
Pape Mamadou Faye í leik með Víkingi. mbl.is/Eva Björk Ægisdóttir

Knattspyrnumaðurinn Pape Mamadou Faye greinir frá á Facebook síðu sinni ástæðunni fyrir því að hann hefur yfirgefið Víking en sóknarmaðurinn tilkynnti samherjum sínum í fyrrakvöld að hann væri hættur.

Pape segist hafa fengið nóg að vera í Víkingi og er ósáttur við framkomu í sinn garð og gagnrýnir leikmaðurinn þjálfarann Ólaf Þórðarson. Hann segist þó ekki vera hættur í fótboltanum en félagaskiptaglugginn er lokaður og opnar ekki fyrr en 15. júlí.

Facebook færsla Pape:

„Kæru vinir mínir og félagar, ég vill fá tækifæri á að úrskýra mitt mál eftir allt sem hefur gengið á í dag í fjölmiðlum.

Eins og flestir vita þá hef ég ákveðið að hætta í Vikingur R. eftir 3 ára veru mína þar. Ég hef bæði upplifað frábæra og erfiða tíma hjá þessu félagi og er ég þakklátur fyrir minn tíma og reynslu hjá Víkingur R.

Þetta hefur verið að byggjast upp núna í langan tíma og seinustu vikur hef ég fengið nóg á að vera þar. Ég hef nokkrum sinnum farið á fund með þjálfurunum og fengið stöðuna hvernig mér hefur liðið og hvernig þeirra aðferðir gangvart mér hafa ekki verið að ganga upp. Ég hef verið að glíma við það að spila út úr stöðu og ekki vera metinn fyrir það sem ég geri best.

Ég er uppalinn framherji og vill vera metinn fyrir mína frammistöðu og allt sem ég hef lagt á mig fyrir klúbbinn. Stundum er bara of erfitt að þola of mikla gagnrýni og vera ekki metinn af þjálfara félagsins.

Ég vill meina að ég gaf allt sem ég gat fyrir Vikingur R. og var tilbúinn að fara all in þetta tímabil. Því miður ganga hlutirnir ekki upp og vona ég að allt gangi vel hjá Vikingur R út tímabilið.

Fyrir þá sem eru eitthvað efins útaf þessari tímasetningu, að ég vill hætta hjá VIkingur R. þá kemur það því ekkert við. Ég hef verið núna að hugsa þetta í smá tíma og held ég að þetta sé rétta ákvörðun fyrir mig.

Í fótbolta þarftu að láta þér líða vel til að spila vel en þegar þú hefur ekki stuðning þjálfara þá getur verið erfitt að spila með gleðinni. Þar hef ég verið að glíma við ástríðuna að spila fótbolta. Undanfarin ár hef ég sýnt þolinmæði á skipulagi þjálfara og félagsins en ég sá ekki neitt sam gat hjálpað mér að þroskast sem leikmanni hjá þessu félagi lengur.
Ég hef elskað að spila fótbolta síðan ég var lítill og það hefur ekkert breyst en að vera hjá klúbb sem maður líður ekki vel í þá ganga hlutirnir ekki upp.

Ég ætlaði að harka þetta að mér og spila út tímabilið en ég hafði rangt fyrir mér og varð að bregðast við fyrir sjálfan mig og stíga til hliðar.

Ég biðst innilegar afsökunar á öllum þeim sem ég er að valda vonbrigðum en á sama tíma þá vona ég að þeir sýna skilning á minni ákvörðun og því sem ég er að ganga í gegnum.

Með framhaldið þá er ég ekki viss eins og staðan er núna en eitt er víst að ég er langt frá því að hætta í fótbolta!“

<br/><br/>
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert