Góð byrjun Hauka dugði ekki til á Akureyri

Archange Nkumu lætur vaða á markið gegn Haukum í dag.
Archange Nkumu lætur vaða á markið gegn Haukum í dag. Þórir Tryggvason

Þriðju umferð 1. deildar karla lauk í dag, en fylgst var með gangi mála í ÍSLENSKA BOLTANUM Í BEINNI hér á mbl.is.

Fjarðabyggð skellti Fram á Laugardalsvelli 1:0 þar sem Elvar Ingi Vignisson skoraði sigurmarkið á 65. mínútu á meðan Þróttur fór illa með HK í Kórnum og náði í 3:0 sigur þar.

Alexander Veigar Þórarinsson, Viktor Jónsson og Oddur Björnsson skoruðu mörk Þróttara, en liðið er með fullt hús stiga eftir fyrstu þrjár umferðirnar og með markatöluna 12:1.

BÍ/Bolungarvík tapaði fyrir vestan 1:3 gegn Þór þar sem Sveinn Elías Jónsson, Ármann Pétur Ævarsson og Sigurður Marinó Kristjánsson gerðu mörk gestanna en Joseph Thomas Sivack gerði eina mark Djúpmanna og fyrsta mark þeirra í 1. deildinni.

Grindavík vann þá Gróttu 2:0. Tomislav Misura gerði bæði mörk Grindvíkinga, en þetta voru fyrstu stig liðsins í sumar.

Víkingur Ólafsvík lagði Selfoss að velli 1:0. William Dominguez da Silva gerði sigurmarkið í byrjun síðari hálfleiks. Víkingur er í 3. sæti með 7 stig en Selfoss í 7. sæti með 3 stig.

KA sigraði Hauka á Akureyri 3:1. Björgvin Stefánsson kom gestunum yfir með öðru marki sínu í sumar áður en Ævar Ingi Jóhannesson jafnaði metin stuttu síðar. Archange Nkumu kom Haukum yfir í byrjun síðari hálfleiks áður en Juraj Grizelj gulltryggði sigurinn stuttu síðar.

KA er í því í 2. sæti með 7 stig, tveimur stigum á eftir Þrótturum. Haukar eru í 9. sæti með 3 stig.

Úrslit dagsins:

Fram 0:1 Fjarðabyggð
(Elv­ar Ingi Vign­is­son 65.)

Grinda­vík 2:0 Grótta
(Tom­islav Mis­ura 16. og 60.)

BÍ/​Bol­ung­ar­vík 1:3 Þór
(Joseph Thom­as Si­vack 76. - Sveinn Elías Jóns­son 15., Ármann Pét­ur Ævars­son 64., Sig­urður Marinó Kristjáns­son 73.)

HK 0:3 Þrótt­ur
(Al­ex­and­er Veig­ar Þór­ar­ins­son 7., Vikt­or Jóns­son 20., Odd­ur Björns­son 53.)

Víkingur Ó. 1:0 Selfoss
(William Dominguez da Silva 47.)

KA 3:1 Haukar
(Ævar Ingi Jóhannesson 20., Archange Nkumu 63., Juraj Grizelj 71. - Björgvin Stefánsson 6.)

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert