Pape er hættur hjá Víkingum

Pape Mamadou Faye í leik með Víkingi.
Pape Mamadou Faye í leik með Víkingi. mbl.is/Ómar Óskarsson

Pape Mamadou Faye, framherji Víkinga í Pepsi-deild karla í knattspyrnu, er hættur hjá félaginu.

Ólafur Þórðarson staðfesti það við Morgunblaðið í gær en Ólafur segir Pape vera orðinn leiðan á fótboltanum, að því er fram kemur í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag.

„Hann segist vera orðinn eitthvað leiður og þurfi að hvíla sig á fótboltanum. Það er mjög slæmt fyrir okkur að missa Pape á þessum tíma, það er alveg ljóst,“ sagði Ólafur við Morgunblaðið í gær en félagsskiptaglugginn er lokaður og opnast ekki fyrr en 15. júlí. Því er ljóst að Víkingar geta ekki styrkt hóp sinn en þeir geta heldur ekki kallað framherja sinn, Viktor Jónsson, sem er í láni hjá Þrótti R., til baka.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert