Æsingurinn hefur minnkað í Árbæ

„Við áttum svipaðan leik á móti ÍBV, þar sem við sóttum og stjórnuðum leiknum í fyrri hálfleik. Þetta datt ekki heldur með okkur í fyrri hálfleik í kvöld en við höfðum trú á þessu,“ sagði Albert Brynjar Ingason við mbl.is í Keflavík í kvöld þar sem hann skoraði og átti stoðsendingu í 3:1 sigri Fylkis. 

Albert sagði Fylkismenn vera orðna nægilega þolinmóða til að ganga á lagið í síðari hálfleik eins og þeir gerðu bæði í kvöld og gegn ÍBV á dögunum. Albert sagði mikið hafa verið unnið í því á undirbúningstímabilinu að halda skipulagi þegar líða tekur á leikina. 

Eftir fimm umferðir hefur Fylkir aðeins tapað einum leik og liðið virðist líklegt til að blanda sér í baráttuna í efri hluta deildarinnar. „Við erum mjög ánægðir með það en fyrst og fremst mjög ánægðir með stígandann í leik liðsins í síðustu leikjum,“ sagði Albert ennfremur við mbl.is en viðtalið í heild sinni má sjá í meðfylgjandi myndskeiði. 

Albert Ingason skoraði og lagði upp í Keflavík í kvöld.
Albert Ingason skoraði og lagði upp í Keflavík í kvöld. mbl.is/Eva Björk Ægisdóttir
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert