Sex marka jafntefli Vals og Fjölnis

Guðmundur Böðvar Guðjónsson og Sigurður Egill Lárusson í baráttu um …
Guðmundur Böðvar Guðjónsson og Sigurður Egill Lárusson í baráttu um boltann á Vodafone-vellinum í kvöld. mbl.is/Kristinn Ingvarsson

Valur og Fjölnir skildu jöfn í 5. umferð Pepsi-deildar karla í knattspyrnu, 3:3. Öll mörkin voru skoruð í bráðfjörugum fyrri hálfleik. Fjölnir er því með 8 stig en Valur 5 stig.

Fyrri hálfleikur var með hreinum ólíkindum. Bjarni Ólafur Eiríksson kom Val yfir á 10. mínútu með fallegu, viðstöðulausu skoti frá vítateigslínu. Aron Sigurðarson jafnaði metin með stórglæsilegu þrumuskoti nokkuð utan teigs, efst í vinstri markvinkilinn, eftir 20 mínútna leik.

Þá var fjörið hins vegar rétt að hefjast og á sex mínútna kafla litu þrjú mörk dagsins ljós. Þórir Guðjónsson lék listilega á alla Valsvörnina og kom Fjölni í 2:1 en Baldvin Sturluson og Patrick Pedersen svöruðu strax fyrir Val. Baldvin skoraði eftir furðulegan skalla Gunnars Más að eigin marki eftir hornspyrnu, en þar spilaði vindurinn inn í eins og oftar í leiknum. Pedersen skoraði eftir frábæra fyrirgjöf Baldvins Sturlusonar frá hægri.

Emil Pálsson jafnaði metin rétt fyrir leikhlé með skoti af stuttu færi eftir hornspyrnu Ólafs Páls Snorrasonar og skalla Gunnars Más, og staðan 3:3 í hálfleik.

Leikurinn róaðist í seinni hálfleik en bæði lið fengu þó dauðafæri til að bæta við mörkum. Í síðustu sókn leiksins átti Þórir Guðjónsson skalla framhjá marki Vals úr markteignum, rétt eftir að Patrick Pedersen skallaði framhjá marki Fjölnis.

Hægt var að fylgjast með því helsta sem gerðist í öllum leikjum dagsins í ÍSLENSKA BOLT­AN­UM Í BEINNI hér á mbl.is. Textalýsingu úr þessum leik má lesa hér að neðan og fjallað verður um alla leikina með ítarlegum hætti í íþróttablaði Morgunblaðsins í fyrramálið.

Valur 3:3 Fjölnir opna loka
90. mín. Bergsveinn Ólafsson (Fjölnir) fær gult spjald Braut á Kristni Inga í hættulegri sókn.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert