Áttum skilið að fá þrjú stig

Heiðar Ægisson og Davíð Þór Viðarsson
Heiðar Ægisson og Davíð Þór Viðarsson mbl.is/Ómar Óskarsson

„Miðað við hvernig leikurinn spilaðist fannst mér þetta tvö töpuð stig frekar en eitt unnið,“ sagði Davíð Þór Viðarsson fyrirliði FH-inga eftir jafnteflið við Íslandsmeistara Stjörnunnar í Pepsi-deildinni í knattspyrnu í kvöld.

„Mér fannst við hafa yfirhöndina spilalega séð nær allan tímann en við náðum ekki að nýta færin okkar. Við hefðum líka geta búið okkur til enn fleiri færi. Ég verð að segja eins og er að við spiluðum vel í þessum leik og við áttum skilið þrjú stig.

„Það kom mér aðeins á óvart hversu Stjörnuliðið féll aftarlega á völlinn og ég veit ekki hvort það hefði gert það ef það hefði náði forystunni svona snemma í leiknum. Stjörnumennirnir eru góðir að vera í sínu skipulagi og eru góðir að sækja hratt. Það var gott að völlurinn var örlítið blautur og þetta var bara flottur leikur tveggja frábærra liða,“ sagði Davíð Þór.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert