Biðin lengist í Keflavík

Keflavík varð að sætta sig við 3:1-tap gegn Fylki á …
Keflavík varð að sætta sig við 3:1-tap gegn Fylki á heimavelli. Ljósmynd/Víkurfréttir

Stuðningsmenn Keflavíkur mættu eflaust á völlinn í gærkvöldi með væntingar um að nú myndi fyrsti sigur sumarsins ef til vill skila sér í hús. Keflavíkurliðið sýndi ýmis batamerki í tveimur leikjum þar á undan og Hólmar Örn Rúnarsson er orðinn leikfær á miðjunni. Öflugt lið Fylkis var hins vegar miklu betra liðið í gærkvöldi og keyrði Reykjanesbrautina með þrjú stig í rútunni. Fylkir hefur aðeins tapað einum leik af fyrstu fimm en Keflavík hefur tapað fjórum af fimm.

Leikurinn í gærkvöldi var kannski svolítið sérkennilegur, meðal annars þar sem sterkur vindur stóð á annað markið. Með vindinn í bakið náði Fylkir algerum stöðuyfirburðum á vellinum í fyrri hálfleik en uppskar þó ekki mark. Hollenski markvörðurinn Ricards Arends sá til þess með góðri markvörslu.

Honum gekk hins vegar ekki eins vel með vindinn í bakið og gerði þá mistök þar sem hann misreiknaði boltann í rokinu. Upp úr því fékk hann til að mynda á sig vítaspyrnu en úr henni skoraði Albert Brynjar Ingason annað mark Fylkis. Albert lagði einnig upp fyrsta markið fyrir Andrés Má Jóhannesson í 3:1 sigri Fylkis.

Ítarleg umfjöllun um leiki Pepsideildarinnar er í íþróttablaði Morgunblaðsins.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert