Nýr aðalleikari í hópinn

Þórarinn Ingi Valdimarsson og Ólafur Karl Finsen eigast við í …
Þórarinn Ingi Valdimarsson og Ólafur Karl Finsen eigast við í leiknum í gær. mbl.is/Kristinn

Það var ekki sama dramatík og í lokaþætti síðasta Íslandsmóts, þegar Stjarnan og FH mættust að nýju í Garðabæ í gærkvöld. Skemmtunin var þó sem fyrr mikil og aðalleikararnir að hluta til þeir sömu, því Ólafur Karl Finsen skoraði líkt og í úrslitaleiknum í haust og Kassim Doumbia jafnaði metin eftir að hafa setið af sér fjögurra leikja bann fyrir framgöngu sína eftir þann leik.

Nýr aðalleikari stal hins vegar senunni að þessu sinni. Það var að stórum hluta vegna brotthvarfs Ingvars Jónssonar markvarðar, og þeirra valkosta sem Stjarnan virtist ætla að sætta sig við í hans stað, sem Stjarnan var minna í umræðunni varðandi Íslandsmeistaratitilinn fyrir mót. Tilkoma færeyska markvarðarins Gunnars Nielsen breytti hins vegar forsendum talsvert, og þessi fyrrverandi leikmaður Manchester City stendur alveg undir væntingum. Það var aðallega hans vegna sem Stjarnan fékk stig í gær, og náði enn á ný að forðast tap, í 27. sinn í röð.

Sjá nán­ar í íþrótta­blaði Morg­un­blaðsins í dag þar sem fjallað er ít­ar­lega um leiki gær­kvölds­ins í Pepsi­deild karla í knatt­spyrnu.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert