Íslenski boltinn í beinni - fimmtudagur

Ana Cate og Guðmunda Brynja Óladóttir í leik Stjörnunnar og …
Ana Cate og Guðmunda Brynja Óladóttir í leik Stjörnunnar og Selfoss í kvöld. Styrmir Kári

Þriðja umferð Pepsi-deildar kvenna í knattspyrnu er leikin í heilu lagi í kvöld, auk þess sem einn leikur er á dagskrá í 1. deild karla. Fylgst er með gangi mála í öllum leikjunum í ÍSLENSKA BOLT­AN­UM Í BEINNI hér á mbl.is.

Stórleikur kvöldsins fer fram í Garðabæ, þar sem Íslands- og bikarmeistarar Stjörnunnar taka á móti Selfossi, en þessi lið mættust einmitt í bikarúrslitunum í fyrra. Meistaraefnin í Breiðablik fá nýliða KR í heimsókn og Afturelding, sem spáð er falli, fer norður yfir heiðar svo eitthvað sé nefnt.

Breiðablik, Stjarnan og Valur eru öll búin að vinna fyrstu tvo leiki sína en KR og Afturelding eru án stiga.

Leikir kvöldsins í Pepsi-deild kvenna:
18.00 ÍBV – Þróttur R.
18.00 Þór/KA – Afturelding
19.15 Valur – Fylkir
19.15 Breiðablik – KR
19.15 Stjarnan – Selfoss

1. deild karla
19.15 Haukar - Fram

Smellið á ÍSLENSKA BOLT­AN­N Í BEINNI til að fylgjast með öllu hér á mbl.is.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert