Stjarnan nálgast met FH

Þórarinn Ingi Valdimarsson og Ólafur Karl Finsen í baráttu um …
Þórarinn Ingi Valdimarsson og Ólafur Karl Finsen í baráttu um boltann í leik Stjörnunnar og FH í fyrrakvöld. mbl.is/Kristinn Ingvarsson

Íslandsmeistarar Stjörnunnar í knattspyrnu karla, undir stjórn Rúnars Páls Sigmundssonar, nálgast met granna sína úr FH en Stjarnan hefur nú spilað 27 leiki í röð í Pepsi-deildinni án taps.

Síðasti tapleikur Stjörnunnar í deildinni leit dagsins ljós í lokaumferð Pepsi-deildarinnar þann 28. september árið 2013 þegar liðið tapaði fyrir FH í Kaplakrika, 4:0. Stjarnan tapaði svo ekki leik í deildinni og stóð uppi sem Íslandsmeistari og í fyrstu fimm umferðum í deildinni á þessu tímabili er Stjarnan taplaus.

FH-ingar eiga metið en þeir spiluðu 31 leik í röð án taps í deildinni, sem þá nefndist Landsbankadeildin, á árunum 2004 til 2005 en FH varð Íslandsmeistari bæði árin. Það voru Skagamenn sem rufu sigurgöngu FH með 2:1 sigri í 16. umferð deildarinnar 2005. Ólafur Jóhannesson var þjálfari FH-liðsins á þessum árum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert