Valur með fullt hús stiga

Úr leik Vals og Fylkis í kvöld.
Úr leik Vals og Fylkis í kvöld.

Valur og Fylkir áttust við í 3. umferð Pepsi-deildar kvenna í knattspyrnu á Hlíðarenda en flautað var til leiks klukkan 19.15. Valur hafði betur 3:1 og er því með fullt hús stiga, 9 stig, eftir þrjár umferðir en Fylkir er með 3 stig. 

Valsstúlkur voru sterkari í fyrri hálfleik og fékk Vesna Smiljkovic nokkur góð færi en hún var mjög spræk á vinstri vængnum. Fylkir reyndi að beita skyndisóknum en gekk illa að skapa sér færi. Það var svo á 42. mínútu sem markamaskínan Elín Metta Jensen braut ísinn fyrir Val þegar hún skoraði eftir sendingu frá Vesnu. Vesna og Katrín Gylfadóttir höfðu leikið lipurlega á milli sín og Vesna rúllaði boltanum inn í teiginn þar sem Elín setti boltann í markið.

Fylkir jafnaði í upphafi síðari hálfleiks þegar Sandra Sif Magnúsdóttir skoraði frábært mark. Adam var ekki lengi í paradís hjá Fylki því Vesna skoraði eftir sending frá Elínu Mettu.

Þriðja mark Vals skoraði svo Katia Maanane tíu mínútum fyrir leikslok, eftir að Fylkir hafði fært sig framar til að reyna að jafna leikinn. Lokatölur 3:1.

Fylgst var með gangi mála í ÍSLENSKA BOLT­AN­UM Í BEINNI hér á mbl.is.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert