Schoop má yfirgefa KR

Jacob Schoop í leiknum gegn FH í fyrstu umferð.
Jacob Schoop í leiknum gegn FH í fyrstu umferð. mbl.is/Golli

Jacob Schoop, miðjumaður KR-inga, hefur spilað vel fyrir liðið í sumar. Frammistaða hans hefur vakið athygli en í viðtali við danska fjölmiðla í gær sagðist Schoop vera mjög ánægður hjá KR og segir hann gæðin og faglegt umhverfi íslenska boltans hafa komið sér óvart.

„Ég vissi ekki við hverju var að búast þegar ég kom hingað en þetta hefur komið mér skemmtilega á óvart. Gæðin hérna eru mjög mikil,“ sagði Schoop sem sagði einnig að hann væri ánægður að vera „hjá liði sem ekki á að vanmeta, sem metur hann að verðleikum“.

Samkvæmt frétt Bold.dk hefur Schoop leyfi til þess að yfirgefa KR í júní ef tilboð berst í hann. „Það er erfitt að segja hvað mun gerast en ég er mjög ánægður hérna. En ég mun skoða mína möguleika ef eitthvað spennandi gerist,“ sagði Schoop sem lítur á það að spila með KR sem góðan stökkpall fyrir næsta tímabil í Danmörku sem hefst í júlí.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert