Selfoss ætlar að berjast um titla

Guðmunda Brynja Óladóttir, fyrirliði Selfoss, með boltann á Samsungvellinum í …
Guðmunda Brynja Óladóttir, fyrirliði Selfoss, með boltann á Samsungvellinum í gærkvöld. mbl.is/Styrmir Kári

Selfoss vann í gærkvöldi frábæran 2:1 sigur á Íslands- og bikarmeisturum Stjörnunnar í Pepsi-deild kvenna í knattspyrnu. Liðið varð þar með það fyrsta í nítján leikjum til þess að bera sigur úr býtum gegn Stjörnunni í deildinni en Garðabæjarliðið tapaði síðast gegn Breiðabliki í 1. umferð Pepsi-deildarinnar í fyrra, þann 13. maí árið 2014. Með sigrinum komst Selfoss jafnfætis Stjörnunni að stigum en liðin hafa sex stig í 4. og 5. sætinu.

Sigur Selfyssinga var fyllilega verðskuldaður og virðist Gunnar Borgþórsson, þjálfari liðsins, hafa undirbúið liðið gríðarlega vel. Stjarnan er með frábæra sóknarmenn innanborðs eins og Hörpu Þorsteinsdóttur, Sigrúnu Ellu Einarsdóttur og Rúnu Sif Stefánsdóttur fremstar í flokki. Þær fengu hins vegar varla færi í gær.

Markið sem Harpa skoraði var í rauninni ekkert færi – algjört heppnismark úr þröngum vinkli en boltinn endaði á einhvern ótrúlegan hátt á milli fóta Chante Sandiford í markinu hjá Selfossi. Harpa sjálf var að eigin sögn búin að snúa sér við þegar hún skoraði markið. Sandiford vill væntanlega gleyma þessu marki sem fyrst þar sem tilburðir hennar voru afar klaufalegir.

Ítarleg umfjöllun um 3. umferð Pepsideildar kvenna er í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert