Þróttur með fullt hús á toppnum

Úr leik Þróttar og Víkings Ó. í kvöld.
Úr leik Þróttar og Víkings Ó. í kvöld. Styrmir Kári

Þróttur er kominn með fimm stiga forystu á toppi 1. deildar karla í knattspyrnu, en liðið vann sinn fjórða leik í röð og er með fullt hús stiga að loknum fjórum umferðum.

Víkingur Ólafsvík kom í heimsókn í Laugardalinn og hefði með sigri getað komist á toppinn. Eftir markalausan fyrri hálfleik skoruðu Þróttarar hins vegar tvívegis í þeim seinni, fyrst Viktor Jónsson áður en Oddur Björnsson innsiglaði 2:0 sigur þeirra.

Fylgst var með gangi mála í beinni lýsingu hér á mbl.is

90. Leik lokið. Sigurganga Þróttar heldur áfram!

85. Mark! Staðan er 2:0. Þróttarar virðast vera að gulltryggja þetta. Oddur Björnsson skorar fimm mínútum fyrir leikslok.

66. Mark! Staðan er 1:0. Þá er komið mark í leikinn og það skorar Viktor Jónsson, lánsmaður frá Víkingi - það er að segja úr Reykjavík.

46. Síðari hálfleikur er hafinn.

45. Hálfleikur. Hvort lið hefur þurft að gera eina breytingu vegna meiðsla. Ragnar Pétursson hefur farið af velli hjá Þrótti og Ingólfur Sigurðsson hjá Víkingi.

20. Nokkuð jafn leikur virðist vera, en Ólafsvíkingar hafa þó átt eitt stangarskot. Enn markalaust.

1. Leikurinn er hafinn.

0. Byrjunarliðin eru klár og þau má sjá hér að neðan.

Þróttur: Trausti Sigurbjörnsson (M). Hallur Hallsson, Aron Ýmir Pétursson, Oddur Björnsson, Viktor Jónsson, Alexander Veigar Þórarinsson, Dion Jeremy Acoff, Hlynur Hauksson, Davíð Þór Ásbjörnsson, Ragnar Pétursson, Karl Brynjar Björnsson.

Víkingur Ó.: Cristian Martinez (M). Guðmundur Reynir Gunnarsson, Egill Jónsson, Björn Pálsson, Ingólfur Sigurðsson, Emir Dokara, Arnar Sveinn Geirsson, Alfreð Már Hjaltalín, Admir Kubat, Kenan Turudija, William Dominguez.

Úr leik Þróttar og Víkings Ó. í kvöld.
Úr leik Þróttar og Víkings Ó. í kvöld. Styrmir Kári
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert