Fyrsti sigur BÍ/Bolungarvíkur kom gegn HK

Ólafur Atli Einarsson og Axel Kári Vignisson eigast við í …
Ólafur Atli Einarsson og Axel Kári Vignisson eigast við í leik HK og BÍ/Bolungarvíkur. mbl.is/Styrmir Kári

BÍ/Bolungarvík sigraði HK, 2:1, á Torfnesvelli í fyrsta leik dagsins af þremur í 1. deild karla í knattspyrnu. 

Fyrir leikinn voru heimamenn á botni deildarinnar og án stiga eftir þrjá leiki. HK-ingum hafði gengið vel og unnið tvo af sínum þremur leikjum. Þeir komust yfir strax á tíundu mínútu þegar Jón Gunnar Eysteinsson skoraði af fjærstönginni.

Eftir rúmlega hálftíma leik jöfnuðu heimamenn hins vegar metin og var þar að verki Pétur Bjarnason eftir mikinn atgang í vítateig HK. 1:1 í hálfleik.

Allt stefndi í jafntefli en á lokamínútunni tryggði Joseph Spivack heimamönnum stigin þrjú, þeirra fyrstu í sumar, og skaut þeim um leið úr botnsætinu. Lokatölur 2:1.

Fylgst var með gangi mála í beinni lýsingu hér á mbl.is.

90. Leik lokið.

90. Mark! Staðan er 2:1. Heimamenn eru að tryggja sér sigurinn! Joseph Thomas Spivack kemur þeim yfir í blálokin. Fyrsti sigurinn í höfn?

46. Síðari hálfleikur er hafinn.

45. Hálfleikur.

34. Mark! Staðan er 1:1. HK hefur verið sterkari aðilinn efit markið en það eru heimamenn sem jafna metin. Það gerir Pétur Bjarnason af harðfylgi í teignum.

10. Mark! Staðan er 0:1. Heimamenn höfðu byrjað ágætlega en það eru gestirnir sem komast yfir. Jón Gunnar Eysteinsson kemur boltanum í markið, en hann lúrði á fjærstönginni og fylgdi á eftir skoti var varið.

1. Leikurinn er hafinn.

0. Byrjunarliðin eru klár og þau má sjá hér að neðan.

BÍ/Bolungarvík: Fabian Broich (M). Calvin Oliver Crooks, José Perny, Loic Mbang Ondo, Joseph Spivack, Nikulás Jónsson, Daniel Osafo-Badu, Matthías Kroksnes Jóhannsson, Pétur Bjarnason, Rodchil Junior, Elmar Atli Garðarsson.

HK: Beitir Ólafsson (M). Leifur Andri Leifsson, Davíð Magnússon, Guðmundur Magnússon, Axel Kári Vignisson, Jón Gunnar Eysteinsson, Einar Logi Einarsson, Guðmundur Þór Júlíusson, Guðmundur Atli Steinþórsson, Andri Geir Alexandersson, Ágúst Freyr Hallsson.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert