Ævar tryggði KA seiglusigur á Nesinu

Ósvald Jarl Traustason úr Gróttu og Halldór Hermann Jónsson úr …
Ósvald Jarl Traustason úr Gróttu og Halldór Hermann Jónsson úr KA í leiknum í dag. mbl.is/Eva Björk

KA sigraði Gróttu, 1:0, á Seltjarnarnesi í fjórðu umferð 1. deildar karla í knattspyrnu í dag.

Töluverður vindur setti svip sinn á leikinn og gerði leikmönnum beggja liða erfitt fyrir og var fyrri hálfleikur markalaus. Svipað var uppi á teningnum eftir hlé, en þegar líða tók á síðari hálfleikinn fóru KA-menn að bæta í sóknina.

Það skilaði sér á 83. mínútu þegar Ævar Ingi Jóhannesson skoraði og kom KA yfir með sínu fjórða marki í jafnmörgum leikjum. Þetta reyndist sigurmark leiksins, lokatölur 1:0 fyrir KA.

KA er nú með tíu stig í öðru sætinu og styrkti þar stöðu sína, en liðið er tveimur stigum á eftir toppliði Þróttar. Gróttar er hins vegar á botninum með eitt stig.

Fylgst var með gangi mála í beinni lýsingu hér á mbl.is.

90. Leik lokið. KA-menn taka stigin þrjú með sér norður.

83. Mark! Staðan er 0:1. Gestirnir komast yfir hér þegar skammt er eftir. Markið skoraði Ævar Ingi Jóhannesson eftir hraða sókn hjá KA-mönnum.

70. Enn er vindurinn að hafa áhrif á leikinn, en KA-menn ætla að bæta í sóknina fyrir síðustu mínúturnar.

46. Síðari hálfleikur er hafinn.

46. Hálfleikur. Enn markalaust en KA hefur fengið hættulegri færi.

30. Vindurinn er svolítið að setja svip á leikinn og enn hafa ekki teljandi færi litið dagsins ljós.

1. Leikurinn er hafinn.

0. Byrjunarliðin eru klár og þau má sjá hér að neðan.

Grótta: Árni Freyr Ásgeirsson (M). Hilmar Þór Hilmarsson, Benis Krasniqi, Guðmundur Marteinn Hannesson, Ósvald Jarl Traustason, Guðjón Gunnarsson, Jónmundur Grétarsson, Andri Björn Sigurðsson, Kristján Ómar Björnsson, Björn Þorláksson, Markús Andri Sigurðsson.

KA: Fannar Hafsteinsson (M). Callum Williams, Hilmar Trausti Arnarsson, Atli Sveinn Þórarinsson, Ævar Ingi Jóhannesson, Halldór Hermann Jónsson, Elfar Árni Aðalsteinsson, Juraj Grizelj, Jóhann Helgason, Hrannar Björn Steingrímsson, Archange Nkumu.

Úr leik Gróttu og KA í dag.
Úr leik Gróttu og KA í dag. mbl.is/Eva Björk
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert