Viktor með þrennu - KV sló út Fram

Viktor Jónsson skoraði þrennu í kvöld.
Viktor Jónsson skoraði þrennu í kvöld.

Þróttur, KV og Afturelding tryggðu sér í kvöld sæti í sextán liða úrslitum bikarkeppni karla í knattspyrnu. Fylgst var með gangi mála í ÍSLENSKA BOLT­AN­UM Í BEINNI hér á mbl.is.

Þróttur tók á móti BÍ/Bolungarvík í Laugardalnum, en Þróttarar eru með fullt hús stiga í 1. deildinni. Djúpmenn komust yfir með marki Joseph Spivack og voru þeir yfir í hálfleik 1:0. Eftir hlé var það hins vegar Viktor Jónsson, lánsmaður hjá Víkingi sem tók til sinna ráða.

Hann skoraði þrívegis á rúmlega tuttugu mínútna kafla eftir hlé áður en Davíð Þór Ásbjörnsson gulltryggði Þrótti farseðilinn í sextán liða úrslitin, lokatölur 4:1.

Þá sló KV lið Fram út í Reykjavíkurslag. Davíð Steinn Sigurðarson kom KV yfir á 46. mínútu áður en Orri Gunnarsson jafnaði með skoti beint úr aukaspyrnu skömmu síðar. Brynjar Orri Björnsson kom KV yfir á ný tíu mínútum fyrir leikslok. Þar við sat, lokatölur 2:1.

Afturelding átti svo ekki í vandræðum með Vatnaliljur á útivelli. Kristófer Örn Jónsson kom þeim yfir á 41. mínútu og Wentzel Steinarr R Kamban bætti við marki undir lok fyrri hálfleiks. Hann var aftur á ferðinni í þeim síðari, en Vatnaliljur léku einum færri eftir hlé þar sem Garðar Sigurðsson fékk rautt spjald.

Markaskorarar fengnir frá urslit.net

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert