KR fór illa með Keflavík suður með sjó

Pálmi Rafn Pálmason og Hólmar Örn Rúnarsson eigast við í …
Pálmi Rafn Pálmason og Hólmar Örn Rúnarsson eigast við í leiknum í Keflavík í kvöld. Ljósmynd/Víkurfréttir

KR er komið áfram í sextán liða úrslit bikarkeppni karla í knattspyrnu eftir auðveldan 5:0 sigur á Keflavík suður með sjó.

Frá fyrstu mínútur var þetta aldrei spurning og KR töluvert betri á öllum sviðum boltans þetta kvöldið.  Ekki bætti úr skák hjá Keflvíkingum að Unnar Már Unnarsson fékk rautt spjald eftir 45 mínútur. 

Grétar Sigfinnur Sigurðarson, Almarr Ormarsson, Þorsteinn Már Ragnarsson, Sören Frederiksen og Guðmundur Andri Tryggvason skoruðu mörk KR. Sá síðastnefndi er fæddur árið 1999 og var að spila sinn fyrsta leik í meistaraflokki, en hann er sonur markahróksins Tryggva Guðmundssonar. 

KR fara áfram í bikarnum en Keflvíkingar þurfa vissulega að hysja upp um sig ef þeir ætla sér eitthvað í sumar því í þessum leik áttu þeir aldrei séns.

Keflavík 0:5 KR opna loka
90. mín. Hólmar Örn Rúnarsson (Keflavík) á skot framhjá Skot rétt utan teigs rétt hátt yfir markið.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert