Landsliðið gegn Tékkum - Þrír koma inn á ný

Landsliðshópurinn sem mætir Tékkum er klár.
Landsliðshópurinn sem mætir Tékkum er klár. Golli / Kjartan Þorbjörnsson

Heim­ir Hall­gríms­son og Lars Lag­er­bäck landsliðsliðsþjálf­ar­ar í knatt­spyrnu hafa valið landsliðshóp Íslands sem mætir Tékklandi í A-riðli undankeppni Evrópumótsins á Laugardalsvelli þann 12. júní næstkomandi.

Kristinn Jónsson, bakvörður Breiðabliks, kemur í fyrsta sinn inn í hópinn í þessari undankeppni en hann á fjóra landsleiki að baki. Liðsfélagi hans Gunnleifur Gunnleifsson er sömuleiðis í hópnum eftir að hafa ekki verið valinn fyrir síðasta leik gegn Kasakstan.

Sölvi Geir Ottesen og Theódór Elmar Bjarnason koma inn á ný eftir að hafa ekki verið með gegn Kasakstan vegna meiðsla, og þá kemur Rúnar Már Sigurjónsson inn í hópinn í fyrsta sinn í undankeppninni.

Hópurinn er skipaður eftirfarandi leikmönnum:

Markverðir:
Ögmundur Kristinsson, Randers
Hannes Þór Halldórsson, Sandnes Ulf
Gunnleifur Gunnleifsson, Breiðabliki

Varnarmenn:
Ari Freyr Skúlason, OB
Kristinn Jónsson, Breiðabliki
Sölvi Geir Ottesen, Jiangsu Sainty
Ragnar Sigurðsson, Krasnodar
Hallgrímur Jónasson, OB
Kári Árnason, Rotherham
Birkir Már Sævarsson, Hammarby
Theódór Elmar Bjarnason, Randers

Miðjumenn:
Eiður Smári Guðjohnsen, Bolton
Aron Einar Gunnarsson, Cardiff
Emil Hallfreðsson, Hellas Verona
Birkir Bjarnason, Pescara
Jóhann Berg Guðmundsson, Charlton
Rúrik Gíslason, FC Köbenhavn
Gylfi Þór Sigurðsson, Swansea
Rúnar Már Sigurjónsson, Sundsvall

Framherjar:
Kolbeinn Sigþórsson, Ajax
Alfreð Finnbogason, Real Sociedad
Jón Daði Böðvarsson, Viking
Viðar Örn Kjartansson, Jiangsu Sainty

Þetta er fyrsta umferðin í síðari hluta riðilsins og er Tékkland á toppnum, stigi fyrir ofan Ísland og er eini tapleikur Íslands í riðlinum einmitt fyrri leikurinn gegn Tékkum. Í þriðja sæti riðilsins er svo Holland, fimm stigum fyrir neðan Íslendinga.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert