„Mikill léttir að vinna loks leik“

Rúnar Páll Sigmundsson kallar á sína menn.
Rúnar Páll Sigmundsson kallar á sína menn. mbl.is/Eva Björk Ægisdóttir

„Það var mjög mikilvægt að komast áfram í keppninni. Bikarinn er skemmtilegt mót sem okkur langar svo sannarlega að vera með í sem allra lengst,“ sagði Rúnar Páll Sigmundsson þjálfari Stjörnunnar við mbl.is eftir sigur sinna manna gegn Leiknismönnum í bikarnum í kvöld þar sem úrslitin réðust í bráðabana í vítakeppni.

„Við vorum eiginlega orðnir tveimur mönnum færri í framlengingunni. Leiknismennirnir náðu ekki að skapa sér færi í henni á meðan við áttum hættuleg upphlaup. Það sýnir viljann í þessu liði og kraftinn sem er til staðar þegar menn leggja sig fram.

Það er auðvitað mikill léttir að hafa unnið loksins leik. Það er búið að ganga hálf brösuglega og gott að koma til baka eftir ljótt tap á móti Blikunum. Við horfum björtum augum fram á veginn en veltum okkur ekki upp úr fortíðinni,“ sagði Rúnar Páll.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert