Vantaði alla stemmingu í liðið

Rúnar Páll Sigmundsson
Rúnar Páll Sigmundsson mbl.is / Eva Björk Ægisdóttir

Rúnar Páll Sigmundsson, þjálfari Stjörnunnar, var hundfúll með frammistöðu Stjörnuliðsins þegar liðið laut í lægra haldi gegn Fjölni í sjöundu umferð Pepsi deildar karla í knattspyrnu á Samsung vellinum í kvöld. Lokatölur í leiknum í kvöld urðu 3:1 fyrir Fjölni. 

„Frammistaða liðins í kvöld eru gríðarlega vonbrigði. Við vorum eftir á í öllum aðgerðum í leiknum í kvöld og það vantaði alla stemmingu, vinnslu og baráttur í liðið í leiknum í kvöld. Ef að menn nenna ekki að hreyfa sig inni á vellinum þá er ekki hægt að búast við því að menn nái neinum úrslitum svo einfalt er það.“

„Við vorum í tómum vandræðum allan leikinn og náðum ekki að skapa nein færi lengst af í leiknum. Við vöknuðum aðeins til lífsins undir lokin og settum smá pressu á þá, en þá var staðan bara orðin það slæm að það var ólíklegt að við næðum að fá eitthvað út úr leiknum.“

„Varnarleikurinn var mjög slakur í kvöld og vörnin var eins og gatasigti í fyrri hálfleik. Þeir hefðu hæglega getað verið 4:0 yfir í hálfleik og við við vorum bara heppnir að fara inn í hálfleikinn 1:0 undir. Það var meiningin að koma af meiri krafti inn í seinni hálfleikinn, en það tókst hins vegar ekki og menn gerðu ekki það sem fyrir þá var lagt.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert