Kristján Flóki með þrennu í sigri FH-inga

Kristján Flóki Finnbogason með boltann í Eyjum í dag.
Kristján Flóki Finnbogason með boltann í Eyjum í dag. Ljósmynd / Sigfús Gunnar

ÍBV og FH mættust í Vestmannaeyjum í dag í frábæru veðri í fyrsta leik 8.umferðar Pepsi deildar karla. FH-ingar sigruðu leikinn nokkuð örugglega eða 4:1.

FH-ingar komust yfir á 22. mínútu þegar Kristján Flóki Finnbogason skoraði eftir að hafa náð frákasti. FH-ingar bættu við á 33. mínútu en þá skoraði Steven Lennon einnig eftir frákast. Staðan 2:0 í hálfleik.

Eyjamenn voru frískir í seinni hálfleik og voru sterkari aðilinn. Aron Bjarnason minnkaði muninn á 56. mínútu þegar hann fékk sendingu frá Bjarna Gunnarssyni inn í vítateig og kláraði færið vel.

Kristján Flóki gerði hins vegar út um leikinn þegar hann setti sitt annað mark í leiknum á 81. mínútu og staðan því orðinn 3:1. Kristján Flóki bætti svo við öðru marki í uppbótartíma og fullkomnaði þar með þrennuna, lokatölur 4:1.

Með sigrinum halda FH-ingar toppsætinu en Eyjamenn áfram í næst neðsta með einungis 4 stig.

ÍBV 1:4 FH opna loka
90. mín. Víðir Þorvarðarson (ÍBV) á skot sem er varið Vel varið hjá Róberti.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert