Eiður á leiðinni til Kína?

Eiður Smári fagnar marki sínu fyrir Bolton.
Eiður Smári fagnar marki sínu fyrir Bolton. Getty

Samkvæmt frétt á vefsíðunni 433.is hefur landsliðframherjinn Eiður Smári Guðjohnsen átt  í viðræðum við lið í Kína undanfarið. Ekki kemur fram í fréttinni hvert liðið er en blaðamaður telur sig hafa öruggar heimildir fyrir viðræðunum. Eiður Smári myndi þá feta sömu leið og Viðar Örn Kjartansson og Sölvi Geir Ottesen ef hann heldur til Kína.

Eiður lék með Bolton í Championship deildinni á síðastliðnu keppnistímabili og þótti standa sig mjög vel þar. Fastlega var búist við því að Eiður myndi semja við Bolton á nýjan leik, en Neil Lennon hefur lýst yfir miklum áhuga á að tryggja sér starfskrafta Eiðs áfram. 

Nú er hins vegar kominn óvæntur snúningur á félagaskiptamál Eiðs og það verður spennandi að fylgjast með því hvar Eiður endar á komandi keppnistímabili.  

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert