Stjarnan hirti stigin í Keflavík

Þorri Geir Rúnarsson og Hólmar Örn Rúnarsson eigast við í …
Þorri Geir Rúnarsson og Hólmar Örn Rúnarsson eigast við í leiknum í Keflavík í kvöld. Ljósmynd/Víkurfréttir

Keflavík og Stjarnan mætast í lokaleik 10. umferðar Pepsi-deildar karla í knattspyrnu á Nettóvellinum í Reykjanesbæ klukkan 20.00. Fylgst er með gangi mála í beinni textalýsingu hér á mbl.is.

Síðasta leik 10. umferðar Pepsideildar var nú rétt í þessu að ljúka  á Nettóvellinum í Keflavík. Svo fór að Stjörnumenn höfðu sigur gegn Keflvíkingum, 2:1, og enn dýpkar hola þeirra Keflvíkinga á botni deildarinnar. 

Það var lítið sem benti til þess að Keflvíkingar færu með eitthvað frá þessum leik framan af og á 24. mínútu skoraði Jeppe Hansen fyrir gestina og það í takt við leikinn. 

Á 36. mínútu fengu svo Keflvíkingar hornspyrnu og Sigurbergur Elísson skallaði boltann í netið og jafnaði fyrir heimamenn, 1:1. 

Það tók svo gestina aðeins fáeinar sekúndur í upphafi seinni hálfleiks að koma sér í 2:1 og þar var Arnar Már Björgvinsson að verki.  Þar við sat og Keflvíkingar sitja enn á botni deildarinnar á meðan Stjörnumenn hífa sig í 6 sætið með 15 stig. 

Keflavík 1:2 Stjarnan opna loka
90. mín. Jeppe Hansen (Stjarnan) fer af velli
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert