Guðjón Árni frá vegna höfuðhöggs

Guðjón Árni Antoníusson í leik gegn KR á tímabilinu.
Guðjón Árni Antoníusson í leik gegn KR á tímabilinu. Styrmir Kári

Knattspyrnumaðurinn Guðjón Árni Antoníusson verður frá keppni um óákveðinn tíma eftir að hafa fengið höfuðhögg í leik Keflavíkur gegn ÍA á Akranesi fyrir rúmri viku.

Guðjón Árni hóf leikinn en var skipt af velli í hálfleik vegna meiðslanna og var ekki í leikmannahópi Keflvíkinga í gær gegn Stjörnunni.

Þetta kom fram í frétt Fótbolta.net um málið.

„Við viljum ekki vera að taka neina áhættu. Við vitum söguna hans og við viljum að hann nái fullum bata áður en hann snýr aftur. Hvort það verði eftir viku, mánuð eða lengur get ég ekki sagt til um," sagði Haukur Ingi í dag.

Guðjón Árni hefur tvívegis áður fengið höfuðhögg sem hafa haldið honum meira og minna frá knattspyrnuvellinum undanfarin tvö ár.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert