Stjarnan nær toppnum - Fyrsta mark Þróttar

Fanney Þorbjörg Guðmundsdóttir og Guðrún Karítas Sigurðardóttir í baráttu um …
Fanney Þorbjörg Guðmundsdóttir og Guðrún Karítas Sigurðardóttir í baráttu um boltann. mbl.is/Þórður

Stjarnan er fjórum stigum á eftir toppliði Breiðabliks eftir stórsigur á Þrótti R., 5:1, í 8. umferð Pepsideildar kvenna í knattspyrnu í kvöld.

Ana Cate og Lára Kristín Pedersen komu Stjörnunni í 2:0 með mörkum á 13. og 16. mínútu. Fyrirliðinn Ásgerður Stefanía Baldursdóttir bætti skömmu síðar þriðja markinu við en hún skoraði tvö mörk í leiknum.

Stjörnukonur fagna einu marka sinna í leiknum.
Stjörnukonur fagna einu marka sinna í leiknum. mbl.is/Þórður

Á 33. mínútu leiksins, eftir að hafa spilað 572 mínútur á Íslandsmótinu án þess að skora, skoruðu Þróttarar sitt fyrsta mark í sumar. Þar var að verki Jade Flory sem minnkaði muninn í 3:1 og þannig stóðu leikar í hálfleik.

Ásgerður bætti við seinna marki sínu á 52. mínútu og Sigríður Þóra Birgisdóttir skoraði lokamarkið í uppbótartíma.

Stjarnan er því með 18 stig í 2. sæti en Breiðablik er með 22. Þróttur er í næstneðsta sæti með 2 stig en á leik til góða á liðin í kringum sig.

Anna Björk Kristjánsdóttir og Anna Birna Þorvarðardóttir í kapphlaupi.
Anna Björk Kristjánsdóttir og Anna Birna Þorvarðardóttir í kapphlaupi. mbl.is/Þórður
Ana Cate tæklar boltann. Anna Birna Þorvarðardóttir fylgist með.
Ana Cate tæklar boltann. Anna Birna Þorvarðardóttir fylgist með. mbl.is/Þórður
Harpa Þorsteinsdóttir á ferðinni fram kantinn.
Harpa Þorsteinsdóttir á ferðinni fram kantinn. mbl.is/Þórður
Björk Gunnarsdóttir fylgist með boltanum syngja í netinu í fyrri …
Björk Gunnarsdóttir fylgist með boltanum syngja í netinu í fyrri hálfleiknum. mbl.is/Þórður
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert