Gott jafntefli KR á Írlandi

KR-ingar leika við Cork City á Írlandi.
KR-ingar leika við Cork City á Írlandi. mbl.is/Eva Björk Ægisdóttir

KR gerði 1:1 jafntefli við írska knattspyrnuliðið Cork City í 1. umferð forkeppni Evrópudeildar UEFA í dag.

Cork komst í forystu snemma leiks með skallamarki Alan Bennett eftir aukaspyrnu á 19. mínútu. Markið kom gegn gangi leiks því KR-ingar höfðu verið betri aðilinn framan af. KR var ekki lengi að svara og jafnaði metin með skallamarki Óskars Arnar Haukssonar á 29. mínútu úr hornspyrnu sem Jacob Schoop tók.

Markið á útivelli var afar mikilvægt fyrir KR því nú verður Cork að skora þegar liðin mætast á KR-velli í næstu viku.



Cork City 1:1 KR opna loka
90. mín. Mark O'Sullivan (Cork City) á skot framhjá
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert