FH stal sigrinum í Helsinki

FH-ingar fagna marki.
FH-ingar fagna marki. mbl.is/Eva Björk Ægisdóttir

FH-ingar eru í góðri stöðu eftir 1:0 útisigur á finnska knattspyrnuliðinu SJK Seinäjoki í Helsinki í 1. umferð forkeppni Evrópudeildar UEFA í dag.

SJK var með yfirhöndina lengi vel. Staðan var 0:0 í fyrri hálfleik en SJK hafði átt 5 skot, þar af eitt í þverslána, en FH ekkert. Leikurinn hélt þannig áfram í seinni hálfleik þar til Steven Lennon skoraði beint úr aukaspyrnu, þvert gegn gangi leiksins. FH gaf ekkert eftir og hélt áfram að ógna þar til flautað var til leiksloka.

Seinni leikur liðanna fer fram í Kaplakrika næsta fimmtudagskvöld og FH nægir þar jafntefli til að tryggja sér sæti í 2. umferð keppninnar, þar sem Hafnarfjarðarliðið myndi þá annaðhvort mæta Laci frá Albaníu eða Inter Bakú frá Aserbaídsjan. Þau skildu jöfn, 1:1, í fyrri leik sínum í Albaníu í dag.



SJK Seinäjoki 0:1 FH opna loka
94. mín. Leik lokið
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert