HK lagði Fram - Þróttur styrkir stöðuna

Guðmundur Atli Steinþórsson og félagar í HK fagna eftir að …
Guðmundur Atli Steinþórsson og félagar í HK fagna eftir að hann skoraði fyrsta markið í 1. deild á Úlfarsárdalsvelli. mbl.is/Eggert

Þróttarar styrktu enn stöðu sína á toppi 1. deildar karla í knattspyrnu í kvöld með því að sigra Hauka 2:1 á útivelli og HK vann aftur með því að skora sigurmark í lok uppbótartíma, nú gegn Frömurum í fyrsta heimaleik þeirra í Úlfarsárdalnum.

KA og Víkingur frá Ólafsvík skildu jöfn, 1:1, á Akureyri og Grótta og Selfoss skildu jöfn í botnslag á Seltjarnarnesi, 0:0.

Staðan eftir leikina: Þróttur R. 24, Víkingur Ó. 19, Fjarðabyggð 15, KA 15, Þór 15, Haukar 12, HK 12, Fram 10, Grindavík 10, Selfoss 9, Grótta 5, BÍ/Bolungarvík 3.

Guðmundur Atli Steinþórsson kom HK yfir strax á 6. mínútu gegn Fram og skoraði þar með fyrsta markið í 1. deild á vellinum í Úlfarsárdal. Framarar misstu Eyþór Helga Birgisson af velli með rautt spjald á 57. mínútu en jöfnuðu samt með marki Brynjars Benediktssonar á 73. mínútu.

Þegar uppbótartíminn var hafinn fékk HK-ingurinn Aron Þórður Albertsson rauða spaldið, nýkominn inná sem varamaður, og allt stefndi í jafntefli. En í lok uppbótartímans skoraði Guðmundur Atli sitt annað mark, eftir fyrirgjöf Árna Arnarsonar, og tryggði HK sinn annan sigur í röð. Á mjög svipaðan hátt og HK vann KA 3:2 í síðustu umferð með tveimur mörkum í blálokin.

Þróttarar byrjuðu vel á Ásvöllum því Viktor Jónsson skoraði á 3. mínútu og Dian Acoff á 20. mínútu. Staðan var 2:0 fyrir Þrótt í hálfleik en Haukur Björnsson minnkaði muninn fyrir Hauka á 52. mínútu og litlu munaði að þeim tækist að jafna metin. Þróttarar héldu út og eru nú komnir með níu stiga forskot á þriðja lið í deildinni.

Víkingar frá Ólafsvík eru fjórum stigum á eftir Þrótti eftir jafntefli gegn KA á Akureyri, 1:1. Emir Dokara kom Ólsurum yfir eftir hálftíma leik en Elfar Árni Aðalsteinsson jafnaði metin fyrir KA á 42. mínútu og þar við sat. KA hefur þar með aðeins unnið einn af síðustu fimm leikjum sínum og róður liðsins í toppbaráttunni er að þyngjast.

Markalaust jafntefli Gróttu og Selfoss þýðir að áfram skilja fjögur stig liðin að í tíunda og ellefta sætinu. Gróttumenn hafa náð að halda hreinu í tveimur leikjum í röð en þurfa að fara að skora mörk til að eiga möguleika á að halda sér uppi. Þeim hefur aðeins tekist að skora tvívegis í fyrstu níu umferðunum.

Úrslitin í kvöld:
KA - Víkingur Ó. 1:1 - leik lokið
Fram - HK 1:2 - leik lokið
Selfoss - Grótta 0:0 - leik lokið
Haukar - Þróttur R. 1:2 - leik lokið

90. LEIK LOKIÐ - Fram - HK 1:2.

90. MARK í Úlfarsárdal - 1:2. HK að tryggja sér sigur, Guðmundur Atli Steinþórsson skorar aftur!

90. LEIK LOKIÐ - Grótta - Selfoss 0:0.

90. LEIK LOKIÐ - Haukar - Þróttur R. 1:2.

90. LEIK LOKIÐ - KA - Víkingur Ó. 1:1.

90. RAUTT spjald í Úlfarsárdal. Jafnt í liðum á ný. Aron Þórður Albertsson kom inná hjá HK, gegn fyrrum félögum í Fram skömmu fyrir leikslok og í uppbótartíma fær hann rauða spjaldið fyrir brot.

73. MARK - 1:1 í Úlfarsárdal. Tíu Framarar hafa náð að jafna metin gegn HK. Brynjar Benediktsson er þar að verki. Annað mark Brynjars sem hafði ekki náð að skora síðan í fyrstu umferðinni.

57. RAUTT spjald í Úlfarsárdal. HK-ingurinn í liði Fram, Eyþór Helgi Birgisson, fær rauða spjaldið fyrir brot á Guðmundi Magnússyni, sóknarmanni HK og fyrrum Framara. Nú eru Framarar manni færri auk þess að vera marki undir. 

52. MARK - 1:2 á Ásvöllum. Haukar hleypa spennu í leikinn þegar Haukur Björnsson minnkar muninn eftir sendingu frá Birgi Magnúsi Birgissyni. Fyrsta mark Hauks í deildinni.

46. Seinni hálfleikur er kominn í gang.

45. Hálfleikur í leikjunum fjórum.

42. MARK - 1:1 á Akureyri. Nú jafnar Elfar Árni Aðalsteinsson metin fyrir KA gegn Ólafsvíkingum. Sjötta markið í deildinni hjá Húsvíkingnum. Góð sókn og fyrirgjöf frá Ben Everson.

30. MARK - 0:1 á Akureyri. Ólafsvíkingar eru komnir yfir í stórleiknum á Akureyri. Bakvörðurinn frá Bosníu, Emir Dokara, er þar á ferð. William Dominguez hefur leikið mjög vel með Víkingunum undanfarið og það er hann sem leikur varnarmann grátt og gefur boltann á Dokara.

20. MARK - 0:2 á Ásvöllum. Þróttarar ætla að halda sigurgöngunni áfram. Dion Acoff hefur verið öflugur í liði þeirra og nú skorar Bandaríkjamaðurinn annað mark þeirra. Boltinn féll fyrir fætur hans eftir varnarmistök Haukanna.

6. MARK - 0:1 í Úlfarsárdal. Fyrsta 1. deildarmarkið er komið á nýja Framvellinum en því miður fyrir Framara var það skorað hjá þeim. Guðmundur Atli Steinþórsson er búinn að koma HK yfir. Hans fimmta mark í deildinni í sumar. Dauðafæri og skallamark eftir fyrirgjöf Jóns Gunnars Eysteinssonar, sem áður lék með Fram.

6. Þetta var áttunda mark Viktors í deildinni fyrir Þrótt. Hann hafði skorað í fyrstu sex leikjunum en ekki tveimur þeim síðustu. Að auki er hann með þrjú mörk í bikarkeppninni.

3. MARK - 0:1 á Ásvöllum. Þróttarar eru komnir yfir gegn Haukum og auðvitað er það Viktor Jónsson, markahæsti leikmaður 1. deildar, sem skorar markið. Skallamark eftir fyrirgjöf frá Aron Ými Péturssyni.

1. Leikirnir eru hafnir. Við styðjumst við upplýsingar frá urslit.net og fotbolti.net.

Lið KA: Srdjan Rajkovic (m), Callum Williams, Hilmar Trausti Arnarsson, Ævar Ingi Jóhannesson, Elfar Árni Aðalsteinsson, Juraj Grizelj, Jóhann Helgason, Davíð Rúnar Bjarnason, Ben Everson, Hrannar B. Steingrímsson, Archange Nkumu.
Lið Víkings Ó.: Cristian Martínez (m), Guðmundur R. Gunnarsson, Egill Jónsson, Björn Pálsson, Tomasz Luba, Emir Dokara, Arnar Sveinn Geirsson, Alfreð Már Hjaltalín, Admir Kubat, Kenan Turudija, William Domenguez.

Lið Fram: Cody Mizell (m), Ómar Friðriksson, Eyþór H. Birgisson, Orri Gunnarsson, Gunnar Helgi Steindórsson, Ingiberg Ó. Jónsson, Sigurður K. Friðriksson, Brynjar Benediktsson, Magnús Már Lúðvíksson, Alexander Aron Davorsson, Sebastien Ibeagha.
Lið HK: Beitir Ólafsson (m), Davíð Magnússon, Guðmundur Magnússon, Axel Kári Vignisson, Jón Gunnar Eysteinsson, Einar Logi Einarsson, Guðmundur Þór Júlíusson, Guðmundur Atli Steinþórsson, Viktor Unnar Illugason, Andri Geir Alexandersson, Ágúst Freyr Hallsson.

Lið Hauka: Terrance Dieterich (m), Marteinn Gauti Andrason, Björgvin Stefánsson, Zlatko Krickic, Andri Fannar Freysson, Birgir M. Birgisson, Gunnlaugur F. Guðmundsson, Daníel S. Guðlaugsson, Aron Jóhannsson, Alexander F. Sindrason, Haukur Björnsson.
Lið Þróttar: Trausti Sigurbjörnsson (m), Hallur Hallsson, Aron Ýmir Pétursson, Oddur Björnsson, Viktor Jónsson, Dion Acoff, Hlynur Hauksson, Davíð Þór Ásbjörnsson, Karl B. Björnsson, Rafn A. Haraldsson, Aron Lloyd Green.

Lið Gróttu: Árni Freyr Ásgeirsson (m), Benis Krasniqi, Guðmundur M. Hannesson, Ósvald Jarl Traustasn, Guðjón Gunnarsson, Pétur Theódór Árnason, Jónmundur Grétarsson, Kristján Ómar Björnsson, Björn Þorláksson, Kristófer Þór Magnússon, Markús Andri Sigurðsson.
Lið Selfoss: Vignir Jóhannesson (m), Jordan Edridge, Andrew Pew, Einar Ottó Antonsson, Matthew Whatley, Sigurður E. Guðlaugsson, Ragnar Þór Gunnarsson, Luka Jagacic, Marko Pavlov, Denis Sytnik, Kristján Atli Marteinsson.

Þróttarar eiga góðu gengi að fagna og eru efstir í …
Þróttarar eiga góðu gengi að fagna og eru efstir í deildinni. mbl.is/Eva Björk Ægisdóttir
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert