Ótrúlegur sigur Grindvíkinga á Akureyri

Jósef Kristinn Jósefsson, til vinstri, skoraði eitt marka Grindvíkinga á …
Jósef Kristinn Jósefsson, til vinstri, skoraði eitt marka Grindvíkinga á Akureyri í kvöld. mbl.is/Styrmir Kári

Grindavík vann frækinn sigur á Þórsurum á Akureyri í kvöld í 1. deild karla í knattspyrnu. Lokatölur urðu 3:2 þar sem Þórsarar klúðruðu meðal annars vítaspyrnu úr nánast síðustu spyrnu leiksins.

Tomislav Misura skoraði tvö mörk fyrir Grindavík í fyrri hálfleik og Jósef Kristinn Jósefsson eitt áður en Ármann Pétur Ævarsson minnkaði muninn undir lok fyrri hálfleiksins, 1:3 í hálfleik.

Jónas Björgvin Sigurbergsson minnkaði svo muninn á 76. mínútu og á 88. mínútu fékk Ásgeir Þór Ingólfsson fyrirliði Grindvíkinga að líta rauða spjaldið.

Leikurinn virtist vera búinn þegar komið var fram á 5. mínútu uppbótartíma þegar rað Þórsararar fengu víti. Jóhann Helgi Hannesson fékk það erfiða verkefni að stíga á punktinn en brást bogalistin þar sem Maciej Majewski varði frábærlega frá honum spyrnuna, lokatölur 3:2.

Þór hefur 15 stig í 5. sæti deildarinnar Grindavík hefur 13 stig í 6. sætinu og hoppar upp um þrjú sæti.

90. Þór fær víti en Jóhann Helgi Hannesson klúðrar víti!

90. Nokkrar sekúndur eftir!

88. Ásgeir Þór Ingólfsson fær rautt spjald.

76. 2:3. Jónas Björgvin Sigurbergsson minnkar muninn með góðu skoti fyrir utan teig.

46. Síðari hálfleikur er hafinn!

45. Hálfleikur í markaveislu norðan heiða!

45. Misura sloppinn einn í gegn en skotið hans naumlega framhjá. 

44. 1:3. Ármann Pétur Ævarsson. Kemur á ferðinni á fjær eftir hornspyrnu og rennir sér á boltann og skýtur honum í netið. Þvílík markaveisla! Mikilvægt mark fyrir Þórsara

41. 0:3. Ja hérna hér! Misura slapp einn í gegn og lék á Sandor Matus í marki Þórsara. Virtist vera búinn að mála sig út í horn en nær samt sem áður að koma knettinum framhjá varnarmönnum Þórsara á línunni.

38. 0:2. Jósef Kristinn Jósefsson keyrði upp kantinn, tók á rás inn á miðjuna, sendi stutta sendingu á Matthías Örn Hallgrímsson, fékk hann aftur og smellti boltanum svo laglega á nærstöngina. 

28. 0:1. Grindavík kemst yfir. Tomislav Misura skorar eftir flotta sókn Grindvíkinga og frábæra sendingu frá Jósef Kristni Jósefssyni.

1. Leikurinn er hafinn!

0. Byrjunarliðin:

Þór Grindavík
 BYRJUNARLIÐ
28  Sandor Matus (M)   Maciej Majewski (M)  
Gísli Páll Helgason     Hákon Ívar Ólafsson    
Balázs Tóth    Rodrigo Gomes Mateo   
Loftur Páll Eiríksson     Alex Freyr Hilmarsson    
Ármann Pétur Ævarsson     Matthías Örn Friðriksson    
Jóhann Helgi Hannesson     11  Ásgeir Þór Ingólfsson (F)  
10  Sveinn Elías Jónsson  (F)   14  Tomislav Misura   
11  Kristinn Þór Björnsson     19  Óli Baldur Bjarnason    
17  Halldór Orri Hjaltason     22  Marko Valdimar Stefánsson    
19  Sigurður Marinó Kristjánsson     23  Jósef Kristinn Jósefsson    
27  Gunnar Örvar Stefánsson     24  Björn Berg Bryde    
 
 VARAMENN
31  Steinþór Már Auðunsson  (M)   13  Benóný Þórhallsson  (M)  
Orri Sigurjónsson     Gylfi Örn Á Öfjörð    
Jónas Björgvin Sigurbergsson     10  Scott Mckenna Ramsay    
14  Jakob Snær Árnason     16  Úlfar Hrafn Pálsson    
16  Kristinn Þór Rósbergsson     17  Magnús Björgvinsson    
20  Guðmundur Óli Steingrímsson     21  Marinó Axel Helgason    
21  Bergvin Jóhannsson     28  Alejandro Jesus Blzquez Hernandez 
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert