Suðurlandsslagur í bikarnum

Guðmunda Brynja Óladóttir fagnar einu af fjölmörgu mörkum sínum fyrir …
Guðmunda Brynja Óladóttir fagnar einu af fjölmörgu mörkum sínum fyrir Selfoss. mbl.is / Guðmundur Karl

Átta liða úrslit Borgunarbikars kvenna halda áfram í kvöld með tveimur leikjum. Einn leikur fór fram í gær þegar Fylkir tryggði sér sæti í undanúrslitunum með því að leggja Grindavík að velli. Það verður Suðurlandsslagur í kvöld þegar ÍBV mætir Selfossi klukkan 17:30 og Stjarnan mætir Þór/KA á Samsung-vellinum klukkan 18:00.  

Þegar ÍBV og Selfoss mættust í deildinni um miðjan maí bar Selfoss sigur úr býtum með þremur mörkum gegn tveimur. Guðmunda Brynja Óladóttir, fyrirliði Selfoss, var í miklu stuði í þeim leik og skoraði tvö mörk. Bæði lið koma svekkt úr síðasta leik í deildinni, en ÍBV tapaði fyrir Val og Selfoss tapaði tveimur dýrmætum stigum í toppbaráttunni þegar liðið gerði jafntefli við KR á heimavelli.

Stjarnan vann öruggan sigur á Þór/KA þegar liðin mættust í deildinni nýverið. Stjarnan sigraði þá Þór/KA með fimm mörkum gegn einu. Írunn Þorbjörg Aradóttur átti mjög góðan leik þá og skoraði tvö marka Stjörnunnar í þeim leik.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert