KR sló FH út úr bikarkeppninni

Gary Martin tryggði KR 2:1 sigur á FH í átta liða úrslitum bikarkeppni karla í knattspyrnu, Borgunarbikarsins, á Alvogenvelli KR-inga í Vesturbænum klukkan 20. Ríkjandi bikarmeistarar, KR-ingar, eru komnir í undanúrslit keppninnar en FH er úr leik. Fylgst var með gangi mála í beinni textalýsingu hér á mbl.is.

Staðan var 1:1 að loknum fyrri hálfleik. Óskar Örn Hauksson skoraði fyrsta mark leiksins með föstu skoti neðst í hægra hornið á 15. mínútu. FH-ingar voru hins vegar mjög snöggir að kvitta fyrir. Kassim Doumbia skoraði með hörkuskalla eftir hornspyrnu frá Jeremy Serwy aðeins tveimur mínútum síðar.

Sigurmark Martins kom á 61. mínútu. Hann komst inn í teiginn vinstra megin og kom boltanum yfir Róbert Örn Óskarsson úr fremur þröngu færi að því er virtist. Gary Martin hefur misst mikið úr í sumar vegna meiðsla en það eru góð tíðindi fyrir KR-inga ef hann er að komast í gang á ný. 

Leikurinn var á heildina litið opinn og skemmtilegur. Stóð vel undir því að vera kallaður stórleikur. Í stöðunni 1:1 hefðu FH-ingar alveg eins getað tekið frumkvæðið í leiknum en Bjarni Þór Viðarsson og Steven Lennon nýttu ekki ágæt tækifæri. Eftir að KR komst yfir 2:1 voru FH-ingar hins vegar ekkert sérstaklega hættulegir. Þeim tókst þá ekki að ná nógu miklum tökum á leiknum til þess að setja KR-inga undir pressu. Besta færið til að jafna 2:2 fékk Lenneon en Stefán Logi Magnússon varði þá vel frá honum. Í kjölfarið hafnaði skot Sörens Frederiksens í stönginni á marki FH eftir skyndisókn. 

KR 2:1 FH opna loka
90. mín. Fjórum mínútum bætt við að minnsta kosti.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert