Ásmundur er farinn frá Fylki

Ásmundur Arnarsson.
Ásmundur Arnarsson. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Ásmundur Arnarsson er hættur sem þjálfari Pepsi-deildarliðs Fylkis í knattspyrnu karla, en þetta var staðfest í tilkynningu frá félaginu nú rétt í þessu.

Ásmundur tók við Fylki árið 2012 eftir að hafa áður þjálfað Fjölni. Árbæingar eru í 7. sæti deildarinnar sem stendur og eru úr leik í bikarnum eftir 4:0-tap fyrir ÍBV um helgina.

Tilkynning Fylkis í heild sinni:

Stjórn Knattspyrnudeildar Fylkis og Ásmundur Arnarsson hafa komist að samkomulagi um að Ásmundur láti af störfum sem þjálfari mfl. Fylkis frá og með deginum í dag.

Fylkir vill þakka Ásmundi fyrir samstarfið á undanförnum árum og óskar Ásmundi velgengis í framtíðinni.

Ásmundur þakkar leikmönnum og stuðningsmönnum Fylkis fyrir samstarfið á undanförnum árum og óskar Fylki alls hins besta á komandi árum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert